FréttanetiðOMG

Hún hætti að birta glamúrmyndir á Instagram… og missti ÞÚSUNDIR fylgjenda – MYNDIR

Breska fyrirsætan Stina Sanders ákvað að hætta að birta glamúrmyndir af sér á Instagram þar sem hún sýndi sinn föngulega vöxt og birta í staðinn myndir úr sínu daglega lífi. Stina hefur meðal annars birtir myndir af sér á leiðinni til geðlæknis til að kljást við kvíða, þegar hún var að fjarlægja hár af efri vörinni og þegar hún fór í stólpípu.

Svona myndir var fyrirsætan vön að birta.

Svona myndir var fyrirsætan vön að birta.

Í staðinn fyrir að hrósa Stinu fyrir hreinskilnina missti hún fjölmarga fylgjendur. Hún var með þrettán þúsund fylgjendur áður en hún byrjaði að birta rétta mynd af sjálfri sér á Instagram en eftir að hún birti myndirnar var hún aðeins með tíu þúsund fylgjendur. Hún hefur þó einnig fengið mikið af jákvæðum athugasemdum við myndirnar.

Hjá geðlækninum.

Hjá geðlækninum.

Fjarlægir hár af efri vörinni.

Fjarlægir hár af efri vörinni.

“Fólk var ánægt að sjá að það er í lagi að vera venjulegur,” segir Stina í viðtali við People. Eftir að það fór að kvisast út að hún birti raunverulegar myndir af sér á samfélagsmiðlunum hefur fylgjendafjöldi hennar aukist upp í átján þúsund. Heyr heyr!

Á leiðinni í stólpípu.

Á leiðinni í stólpípu.

Afmyndaðar tær eftir hlaup.

Afmyndaðar tær eftir hlaup.