FréttanetiðHeilsa

Hún fór í fótsnyrtingu… en endaði á spítala með LÍFSHÆTTULEGA sýkingu – MYNDIR

Stacey Wilson frá Benton í Arkansas í Bandaríkjunum fór í fótsnyrtingu á dögunum sem endaði vægast sagt illa. Stacey segir að starfsmaður á snyrtistofunni hafi hruflað fót hennar með vikur. Hún heldur því fram að sýking hafi komist í sárið sem hafi orsakað húðnetjubólgu sem getur verið lífshættuleg.

1455821239-screen-shot-2016-02-18-at-10758-pm

Stacey er hjúkrunarfræðingur og fór að hafa áhyggjur af fætinum þegar ökklinn roðnaði og bólgnaði daginn eftir að hún fór í fótsnyrtingu.

“Mér leið eins og ég sæti of nálægt varðeldi og ég kæmist ekki í burtu,” segir Stacey í samtali við KATV. Tveimur dögum síðar gat hún ekki staðið og fékk háan hita.

gallery-1455821307-screen-shot-2016-02-18-at-10816-pm-2

Læknar á Saline Memorial-sjúkrahúsinu staðfesta að Stacey hafi fengið húðnetjubólgu en geta ekki ákvarðað hvernig hún fékk hana.

Á vef Landspítalans kemur fram að húðnetjubólga nái ofan í dýpri lög húðarinnar og sé því erfiðari viðfangs en aðrar húðsýkingar.