FréttanetiðFólk

Hún finnur sér alltaf tíma… til að æfa… og gerir það með FJÖLSKYLDUNNI

Söngkonan Carrie Underwood hefur í nægu að snúast en passar upp á að hafa alltaf tíma fyrir sjálfa sig til að stunda líkamsrækt.

Vefritið Popsugar spurði hana út í hvaða æfingar hentuðu best mæðrum sem hafa lítinn tíma en Carrie á soninn Isaiah, sjö mánaða. Svarið hennar er að æfa úti og gera það að fjölskyldustund.

“Það er auðvelt að bæta æfingum við það sem þú ert að gera. Börnin þín þurfa að aðlaga sig að þínu plani,” segir hún.

“Ég fór út að hlaupa með vagninn og gerði æfingar þar sem Isaiah bara horfði á mig og hafði gaman að því að vera úti,” bætir hún við.