FréttanetiðHeilsa

Hún fékk sjokk þegar hún PASSAÐI ekki í flugsæti… og léttist um 95 KÍLÓ – MYNDIR

​Fyrirsætan Rosie Mercado fékk algjört sjokk í júní árið 2011 þegar hún var í flugi frá Las Vegas til New York. Flugþjónninn sagði við hana að hún myndi ekki passa í eitt flugsæti og að hún þyrfti að borga fyrir tvö sæti.

Þá var Rosie 186 kíló en þetta var ekki í fyrsta sinn sem stærðin hafði haft áhrif á líf hennar.

Screen Shot 2015-11-04 at 10.22.52 AM

“Umboðsskrifstofur höfðu samband við mig eftir að þær sáu myndir af andliti mínu og efri búk sem var ekki stór en svo fékk fólk áfall þegar það sá mjaðmir mínar sem voru 165 sentímetrar að ummáli,” segir Rosie í samtali við New York Post. Þá þurfti Rosie einnig að ráða aðstoðarfólk til að fara með börnin sín í Disneyland þar sem hún passaði ekki í tækin.

Rosie segist hafa lifað óheilbrigðum lífsstíl og borðað til að losna við streitu.

Screen Shot 2015-11-04 at 10.22.56 AM

“Ég tók rangar ákvarðanir eins og að borða skyndibitamat eins og hamborgara frá McDonald’s og stóran franskaskammt í staðinn fyrir ávexti og grænmeti,” segir hún.

En atvikið í flugvélinni tók steininn úr og Rosie ákvað að breyta um lífsstíl. Síðan þá hefur hún losað sig við 95 kíló og fór úr fatastærð 34 í stærð 16. Hún ætlar sér að verða 80 kíló og á bara nokkur kíló eftir í takmarkið. Hún fer í ræktina sex sinnum í viku og borðar hollari mat.

Líf hennar hefur tekið stakkaskiptum eftir að hún tók sig á og er hún til dæmis á samningi hjá umboðsskrifstofunni True Model Management.

Screen Shot 2015-11-04 at 10.23.01 AM