FréttanetiðOMG

Hún eyðir FIMM KLUKKUTÍMUM á dag… í að snyrta á sér neglurnar

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er með sitt eigið naglalakkamerki, Sinful Colors. Það kemur því ekkert sérstaklega á óvart að hún hugsar vel um neglurnar sínar.

“Ég fer í handsnyrtingu í hverri viku,” segir hún í viðtali  við People StyleWatch.

gallery-1459355012-kylie-jenner-sinful-a-600x480

“Ég hef bókstaflega setið í fjóra til fimm klukkustundir að snyrta neglurnar mínar. Ég eyddi svo miklum tíma í að búa til klikkuð listaverk,” bætir hún við.

Hún segir þennan naglaáhuga koma frá móður sinni, Kris Jenner.

“Mamma kom því inn í hausinn á mér að vera með vel snyrtar og fallegar neglur. Það er henni mjög mikilvægt.”