FréttanetiðFólk

Hún er búin að léttast um 53 KÍLÓ… en hatar megrun – MYNDBAND

Shonda Rhimes er konan á bak við sjónvarpsþætti eins og Grey’s Anatomy og Scandal en hún ákvað að gera nokkrar mikilvægar breytingar á lífsstíl sínum og er búin að léttast um 53 kíló.

“Ég ákvað bara að taka mig saman í andlitinu og lifa heilsusamlegu lífi,” segir Shonda í meðfylgjandi myndbandi og bætir við að hún hafi einnig breytt lífsstílnum fyrir dætur sínar þrjár.

“Ég á lítil börn og mig langar að vera til staðar fyrir þau.”

Hún segir að lykillinn að þyngdartapinu sé að hún borði hollari mati og æfi reglulega en bætir við að hún hati megrun.

“Þegar ég ákvað að þetta yrði ekki gaman gerði ég mér litlar væntingar. Þá varð þetta auðveldara.”