FréttanetiðFréttir

Hún er búin að láta fjarlægja SEX RIFBEIN… sjáið mittið hennar… ef þið getið – MYNDBAND

Sænska fyrirsætan Pixee Fox er nýjasta stjarnan á internetinu en hún er búin að eyða 120 þúsund dollurum, tæpum sextán milljónum króna, í lýtaaðgerðir til að líkjast sinni uppáhaldspersónu, Jessicu Rabbit.

“Ég hef alltaf fengið innblástur úr teiknimyndum og Disney-myndum, öllum línunum og agnarmjóum mittum,” segir Pixee í meðfylgjandi viðtali við Barcroft TV.

“Fólk kemur oft upp að mér og segir: Ekki taka þessu illa en þú lítur út eins og teiknimyndapersóna. Ég tek því sem hrósi.”

Til að ná markmiðum sínum er Pixee í lífsstykki allan sólarhringinn en í síðustu aðgerð lét hún fjarlægja sex rifbein. Nú er mitti hennar aðeins fjörutíu sentímetrar að ummáli.

pixee-fox-zoom-25e983a3-d8bd-4920-9ce1-9a6b937f2861

“Ég var búin að hugsa um það lengi að láta fjarlægja rifbein. Þetta hefur alltaf verið draumur minn en það var erfitt að finna skurðlækni, nánast ómögulegt. Eina ástæðan fyrir því að ég gat gert þetta var að læknar tóku mig loksins alvarlega og sáu að ég er ekki geðveik manneskja,” segir fyrirsætan.

Pixee býr nú í Bandaríkjunum og vill að fólk hafi frelsi til að vera það sjálft.

“Ég vil ekki hvetja fólk til að fara í lýtaaðgerðir. Það sem ég vil gera, og þau skilaboð sem ég vil senda, er að það er mikilvægt að fylgja draumum sínum hvernig sem maður gerir það og þora að vera þú sjálfur.”

pixee-foxinline-inline-zoom-57d0bbbf-f998-4599-a743-85beca056f65