FréttanetiðFréttir

Hún er 110 ÁRA… og hún vill bara vera látin í friði – “Ég er þreytt” – MYNDBAND

Þegar Flossie Dickey fagnaði 110 ára afmæli sínu og endaði þann dag í viðtali við þáttinn Good Day Spokane var nokkuð ljóst að hún vildi ekkert vera að flagga þessum áfanga.

“Ég er þreytt,” segir Flossie í byrjun viðtalsins og bætti við að hún elskaði að taka sér kríu. Síðan sagði Flossie harla fátt í viðtalinu en að sögn fjölskyldu hennar er uppáhaldsiðja Flossie að setjast niður og fá sér viskí.

Þvílíkur snillingur!