FréttanetiðFólk

Hún byrjar á því að blanda saman CHIA fræjum… og kakói… útkoman er algjör SNILLD – UPPSKRIFT

Linda Benediktsdóttir heldur úti æðislegu matarbloggi sem vert er að fylgjast með. Hér gefur hún okkur einfalda uppskrift af Chia súkkulaðibúðing sem er bæði hollur eftirréttur og ljúffengur.

,,Hann er það hollur að það væri alveg fullkomlega í lagi að borða búðinginn í morgunmat ef manni myndi langa það. Chia fræ eru stútfull af hollum trefjum, omega 3 fitusýrum og vítamínum. Kakó er svo fullt af andoxunarefnum sem ver frumurnar okkar og verndar okkur gegn ótímabærri öldrun,” segir Linda.

lindabudingur

Chia súkkulaðibúningur Lindu 

1 dl chia fræ
3 dl möndlumjólk
1 dl hreint kakó
1/2 – 1 dl hlynsíróp
1 tsk vanilludropar
klípa salt

Aðferð: Blandið saman chia fræjum og kakói í frekar stóra skál. Setjið möndlumjólkina út á ásamt hlynsírópi, vanilludropum og salti, hrærið saman með gaffli. Það tekur smá stund að hræra saman svo allt blandist vel. Ef nota á réttinn strax þá setjiði hann í blandara og maukið vel. Látið standa í minnst 30 mín. Ef nota á eftirréttinn daginn eftir þá er plastfilma sett yfir skálina og hún geymd inn í ísskáp. Daginn eftir er grauturinn settur í nutribullet glas eða blandara og látinn maukast í 1 mín. Það gerir það að verkum að grauturinn verður alveg silki mjúkur og áferðin verður æðislega góð. Setjið grautinn í sprautupoka ef ætlunin er að setja hann í glös eins og ég gerði, annars getið þið notað skeið til að setja hann í skálar.

Skiptið grautnum í fjórar skálar/glös og skreytið með rjóma, berjum og súkkulaðispænum.

,,Þennan eftirrétt er hægt að útbúa deginum áður en hann er borðaður.  Chia fræin þurfa að fá smá tíma til þess að drekka vökvann í sig, en það er það sem gerir áferðina svona búðingslega. Ef þið eruð hins vegar að flýta ykkur þá ætti að vera nóg að láta búðinginn strax í blandarann og láta svo standa í 30 mín áður en hann er borinn fram.”

Sjá meira hér.

Lindaben.is