FréttanetiðHeilsa

Hún blandar saman banana… peru… & kóríander… útkoman er TÍMAMÓTASNILLD

Hildur Halldórsdóttir er snillingur þegar kemur að góðum heilsudrykkjum en hún heldur úti Facebooksíðunni Heilsudrykkir Hildar.  Hér gefur Hildur okkur einfalda uppskrift að hollum og einstaklega frískandi heilsudrykk sem þú verður að prófa.

,,Þessi drykkur er mjög frískandi og bragðgóður og gott að byrja daginn á einum slíkum. Ekki láta innihaldið hræða ykkur, drykkurinn mun án efa koma ykkur á óvart en bananinn og peran gefa mjúkt og sætt bragð auk þess sem kóríanderinn gefur ferskt og örlítið kryddað sítrus bragð. Drykkurinn er stútfullur af vítamínum og andoxunarefnum og ætti að gefa ykkur gott start inn í daginn,” skrifar Hildur.

Hér er uppskriftin:

Spínat og grænkáls smoothie (238 Kcal)
4,67 gr prótein, 47,9 gr kolvetni, 3,25 gr fita

1 vel þroskaður banani, ekki verra ef hann er frosinn

1 þroskuð pera

Góða lúka af spínati, ca. 30 gr

3-4 stilkar af grænkáli, ca. 30 gr

2 dl möndlumjók (200 ml)

Kóríander eftir smekk, ég set alveg slatta enda gott og frískandi sítrus bragð af kryddjurtinni.

,,Allt sett í blandarann og blandað þar til silkimjúkt og fallegt. Ég mæli síðan með því að drykkurinn sé settur í fallegt glas og drukkinn í rólegheitunum.”

Sjá meira: Heilsudrykkir Hildar

 

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is