FréttanetiðFólk

Hún blandar chia fræjum saman við möndlumjólk… útkoman er fullkomin fyrir MELTINGUNA… og BLÓÐSYKURINN – UPPSKRIFT

Marta Eiríksdóttir jógakennari í World Class heldur úti æðislegu bloggi en heilsa, hug- og líkamsrækt eru hennar helstu áhugamál sem hún leggur sig fram við að iðka af ástríðu jafnt í lífi og starfi.  Það skín í gegn að hún veit hvað hún syngur þegar kemur að heilsu.

Marta er ein af mörgum sem elska chia fræ en chia grautur er í hennar huga hinn fullkomni morgunverður og millimál. ,,Möguleikarnir og útfærslurnar eru svo ótal margar. Fyrir minn líkama hafa þau frábær áhrif á meltinguna. Þau eru trefjarík og ég finn hvernig þau eru mettandi en létt. Það er próteininnihaldi þeirra að þakka. Þau eru einnig auðug af omega fitusýrum og hafa einstaklega jákvæð áhrif á blóðsykurinn,” segir Marta.

chiamarta

Marta gefur okkur grunnuppskriftina að chia grautnum sínum:

  • Tóm, hrein glerkrukka í stærri kantinum.
  • Ósæt möndlumjólk
  • Chia fræ
  • Kanill
  • Kardimommur malaðar
  • Vanilluduft

Aðferð: Ég byrja á að hella chia fræjunum í krukkuna og gott er að mæla c.a 1 1/2 cm af chia fræjum frá botni glerkrukkunnar. Ég set kanil, kardamommur og vanilluduft á hnífsoddi samanvið og hristi léttilega. Ég helli möndlumjólkinni ofaní krukkuna þar til hún um það bil fyllist og hræri svo í blöndunni með gaffli. Mikilvægt er að fara alveg í botninn á krukkunni og aðskilja fræin svo þau nái að drekka í sig mjólkina og kekkist ekki. Ef blandan endar þykkari en óskað er þá er það í fínu lagi því það er alltaf hægt að bæta möndlumjólk eftir á.

chiamarta1
Chia grauturinn geymist í ísskáp í sirka 5 daga. ,,Ég ábyrgist ekki að hún dugi það lengi því hún er svo ljúffeng,” segir Marta sem blandar ávöxtum við grautinn þegar þannig liggur á henni. Um að gera að láta ímyndunaraflið ráða þegar kemur að því að bragðbæta chia grunnuppskriftina með ávöxtum.

Sjá Chia-uppskrift Mörtu hér
- þetta er blogg sem þú skalt fylgjast með.

elly
Ellý Ármanns
e@frettanetid.is