FréttanetiðOMG

Hún blæs upp blöðru… setur síðan lím í skál… útkoman er svakaleg – MYNDIR

Langar þig í fallega gyllta skál á stofuborðið sem þú býrð til frá grunni?  Er kominn tími til að föndra með börnunum? Eina sem þú þarft er upplásin blaðra, sterkt lím, hellingur af glimmeri og dass af þolinmæði. Útkoman er stórkostleg eins og sjá má hér:

limBladra3
Hrærðu glimmeri við límið. Því grófari sem glimmerflögurnar eru því betra.
limBladra4
Síðan makar þú lím-glimmer-blöndunni á helming blöðrunnar. Mikilvægt er að hafa blöðruna stöðuga (notaðu skál eins og á mynd) á meðan þú framkvæmir.
limBladra5
Þykkt blöndunnar er mikilvæg svo skálin fari ekki auðveldlega í sundur. Settu nóg af lími.
limBladra6
Eftir að þú leyfir líminu að þorna 100% þá er eitthvað oddhvasst nauðsynlegt til að sprengja blöðruna. 
limBladra8
Snúðu blöðrunni við og sprengdu hana.
limBladra9
Gullfalleg skál sem sómir sér vel á stofuborðinu.