FréttanetiðFólk

Hún bjó til sitt eigið TANNKREM…og viti menn… TENNURNAR urðu SKJANNA-HVÍTAR – UPPSKRIFT

Tannhirða skiptir miklu máli.  Notkun tannþráðar og dagleg tannburstun er mikilvæg.  Hér er einföld uppskrift að heimatilbúnu tannkremi sem inniheldur náttúruleg efni fyrir þá sem vilja búa til sitt eigið hvítunarefni sem virkar.

Tannhvítunar-blanda:
1 msk kókosolía
0,5-1 tsk eða 2 hylki túrmerik
piparmyntuolía

Aðferð: Settu allt efnið í skál og blandaðu því vel saman. Þetta er ekki flókið. Þú einfaldlega dýfir tannburstanum ofan í blönduna og burstar tennurnar eins og þú gerir vanalega. Leyfðu tannhvítunar-blöndunni að vera á tönnunum í 3-5 mínútur. Skolaðu síðan tennur og munn vel.  Gangi þér vel.