FréttanetiðFólk

Hún bakar ALLRA bestu SÖRUR í heiminum… HÉR er UPPSKRIFTIN

Svava Gunnarsdóttir heldur úti matarblogginu Ljúfmeti og lekkerheit sem er þess virði að fylgjast með en þar deilir hún með okkur dýrindis matar- og kökuuppskriftum.   Svava gaf okkur leyfi til að birta þessa æðislegu Söru-uppskrift sem er sú besta.

Sörur

  • 200 g möndlur
  • 180 g flórsykur
  • 3 eggjahvítur
  • salt á hnífsoddi

svava1
Aðferð: Hitið ofninn í 180°. Malið möndlurnar fínt í matvinnsluvél og blandið flórsykrinum saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar með saltinu þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að hvíturnar renni úr. Blandið möndlunum og flórsykrinum varlega saman við með sleikju. Setjið deigið í sprautupoka eða notið teskeiðar og setjið á bökunarpappír. Bakið í ca 12 mínútur.

Krem

  • 5-6 msk sýróp (velgt)
  • 6 eggjarauður
  • 300 g smjör
  • 2 msk kakó
  • 2 tsk kaffiduft (instant kaffi sem ég myl fínt í mortéli)

Aðferð: Velgjið sýrópið. Þeytið eggjarauðurnar þar til þær eru orðnar kremgular og þykkar. Hellið sýrópinu þá í mjórri bunu saman við og þeytið á meðan. Síðan er mjúku smjöri bætt í og þeytt á meðan. Bætið kakó og kaffi út í og hrærið vel saman. Látið kremið kólna í ísskáp í 1-2 klst. áður en það er sett á kökurnar.

Setjið kremið í sprautupoka og sprautið því á sörubotnana. Notið skeið til að slétta úr kreminu þannig að það þynnist við kanntana. Kælið kökurnar vel, helst í frysti, áður en þær eru hjúpaðar.

svava2
MYNDIR/Svava

Sjá Söru-uppskriftina hennar Svövu í heild sinni HÉR.

elly
Ellý Ármanns
e@frettanetid.is