FréttanetiðHeilsa

Hún átti erfitt með SVEFN… þar til hún drakk ÞESSA SNILLD… sjáðu MYNDBANDIÐ

Með þessari einföldu uppskrift getur þú fengið kalíum og magnesíum í kroppinn. Kalíum og magnesíum eru gagnleg fyrir taugakerfið og að ekki sé minnst á að slaka á vöðvum. Í raun þá er magnesíum mikilvægasta steinefni fyrir slökun vöðva. Það dregur úr vöðvakrömpum ásamt öðrum verkjum og sársauka.

Þegar þú ert stressuð eða stressaður þá er eitt steinefni sem líkaminn þarfnast til að laga ástandið.  Já svarið er magnesíum. Þú þarft magnesíum til að takast á við streitu, leyfa þér að slaka á og sofna.  Kanill er líka öflugur til að koma jafnvægi á blóðsykurinn. Þegar blóðsykur er í jafnvægi þá fúnkera hormónin þannig að þú sefur betur.

 

 

Innihaldsefni:

1 banani (með hýði)
1 pottur fylltur hálfur af vatni
kanill (ef þú vilt)

Aðferð: Einfaldlega skerð burt báða enda á bananinum eins og sýnt er  á mynd.  Sjóðið banana í pottinum í 10 mínútur. Stráið smá kanil í vatnið.  Ef þú vilt bæta við stevia-dropa til að sæta skaltu gera það. Kældu vatnið að vild og drekktu fyrir svefn (30 mínútur áður en þú ferð að sofa).

Hvað er Kalíum?
Kalíum er mikilvægt fyrir heilbrigt taugakerfi og reglulegan hjartslátt. Það er talið vinna gegn hjartaáföllum og hjálpa til við vöðvasamdrátt.

Kalíum og natríum vinna saman að eðlilegu vökvajafnvægi í líkamanum. Kalíum er mikilvægt í efnahvörfum í frumum, hjálpar til við að viðhalda jöfnum blóðþrýstingi og flutning rafboða hjá frumum. Einnig stjórnar kalíum flutningi næringarefna í gegnum frumuhimnur.

Sífellt fleiri rannsóknir benda til jákvæðra áhrifa kalíums og magnesíums gegn háþrýstingi og ýmis konar hjartasjúkdómum. Einnig leiddi rannsókn á fólki með síþreytu í ljós að neysla kalíums og magnesíums (1 g af hvoru á dag) dró úr einkennum þeirra.

Kalíum er helst að finna í grænmeti, sérstaklega grænu blaðgrænmeti, ávöxtum, fræjum, hnetum, kartöflum og korni. Bananar og avókadó eru einstaklega góð uppspretta af kalíum. Kaffi, tóbak, þvagræsilyf, sykur og áfengi eru gagnvirk kalíumi.     –   Sjá meira HÉR.