FréttanetiðHeilsa

Hressandi detox-safi – UPPSKRIFT

Unnur Pálmars framkvæmdastjóri Fusion gefur okkur svalandi detox uppskrift sem hressir og kætir.  Margir byrja daginn á að fá sér glas af detox-safa eins og þessum en það sem mikilvægt er að hafa í huga, er að drekka nóg af vatni yfir daginn.

limeagurka
Detox-safi Unnar
2 lítrar af vatni
1 sítróna
1/2 agúrka
10 – 12 mintulauf

Þessi er sáraeinföld. Setjið hráefnin í könnu og geymið í kæli. Drekkið eitt glas daglega.  Þá má setja engifer í staðinn fyrir mintuna ef viljið breyta til.

glos
Ekki er úr vegi að bera djúsinn fram á fallegan hátt. Hér er hugmynd.