FréttanetiðFólk

Jólahlaðborðið á HÓTEL SELFOSS fær fullt hús stiga

- Veitingarýni
- Hótel Selfoss
- Ellý Ármanns skrifar:

Fréttanetið pantaði borð á rómuðu jólahlaðborði á Hótel Selfossi. Það verður að segjast að þetta kvöld fór langt fram úr væntingum. Um er að ræða einstaklega notalega kvöldstund í aðdraganda jólanna þar sem starfsfólk hótelsins sér til þess að gestum líði vel, upplifi hátíðlega jólastemningu og njóta fjölbreyttra kræsinga á drekkhlaðnu jólahlaðborðinu.

selfoss_12

8. desember næstkomandi er boðið upp á jólahlaðborð á Hótel Selfossi þar sem Sóli Hólm skemmtir gestum.

15. desember er  fjölskyldu-jólahlaðborð og hefst það kl: 17.00 með áherslu á börn og foreldra þar sem jólasveinar kíkja við, dansa í kringum jólatréð og skemmta börnunum.

zDMgE

Jólahlaðborðið á Hótel Selfossi er hlaðið af kræsingum þar sem notast er við gæðahráefni. Fjölbreyttir réttir eru á boðstólnum eins og myndirnar sýna svo greinilega og umgjörðin er vægast sagt hátíðleg. Hlaðborðið er vel útilátið þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.  Fullkomin fjölskylduskemmtun.

mvYrP
l6oah
Laddi skemmti gestum umrætt kvöld á Hótel Selfossi við gríðarlegan fögnuð gesta. Þá er dansleikur að loknu jólahlaðborði þar sem hljómsveitin Pass leikur fyrir dansi.

rcWrv sD7kU
SDU5s bDIRa ENdQ4 J1pBa   agSoj 3S2Yi
8N1UH

Jólahlaðborðið á Hótel Selfossi fær fullt hús stiga

***** (fimm stjörnur)

,,Gæðahráefni, fjölbreyttir réttir og vægast sagt hátíðleg umgjörð. Hlaðborðið er vel útilátið þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.  Hótel Selfoss hringir inn jólin.”

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is