FréttanetiðFólk

Hótel Örk æðisleg fyrir fullkomna helgarferð

- Veitinga- og gistirýni
– Ellý Ármanns skrifar

– Hótel Örk  og  HVER Restaurant

Veitingastaður, morgunverðarsalur, sundlaug með vatnsrennibraut, heitir pottar, gufubað, golfvöllur, poolborð og borðtennisborð svo fátt eitt sé nefnt.

06 Hotel Örk Reception_preview

Fullkomin staðsetning – einungis 44 km frá Reykjavík (30 mínútna keyrsla).
Sundlaugin er klassi
Góð þjónusta
Góður matur
Þægileg rúm
Yndislegar gönguleiðir
Rómantískt umhverfi
Fjölskylduvænt
Besta golf hótel Íslands samkvæmt World Golf Awards þriðja árið í röð
A+

Fullkomin helgi á Hótel Örk
Fréttanetið ákvað að upplifa helgi á Hótel Örk sem er stórglæsilegt hótel staðsett í hjarta Hveragerðis. Hótelið sem hefur heldur betur verið tekið í gegn býður upp á gistingu, æðislegan morgunverð og dýrindis kvöldverð á veitingahúsi hótelsins HVER Restaurant.

14 Hotelnot
Herbergin eru búin einföldum klassískum húsgögnum. Rúmin eru mjög þægileg en hvert herbergi er með sér baðherbergi, kæliskáp, te- og kaffikönnu, síma, skrifborð, frítt þráðlaust öfugt internet og sjónvarp. Í baðherbergjunum eru dúnmjúk stór handklæði sem skiptir auðvitað gríðarlega miklu máli eins og rúmin og rúmfötin. Þá er baðkar á herbergjunum með sturtu, sjampó og sápu.

03 Hotel Örk Northern Lights_preview
Hótel Örk býður upp á vinalega gistingu á vel útbúnu hóteli í einstaklega fallegu umhverfi.  Hótelið er með 72 tveggja manna herbergi, 4 fjölskyldu og 9 superior herbergi sem eru stærri og bjóða upp á meiri þægindi. Upplifun sem hefur verið sérútbúin fyrir fjölskyldur af öllum stærðum.

hversalur

Veitingastaðurinn HVER Restaurant er  í sama húsi og Hótel Örk. Um er að ræða fyrsta flokks veitingastað með a la carte matseðil sem og matseðil fyrir hópa.  Þjónustan er virkilega góð og persónuleg og maturinn stórkostlegur.  Forréttir, léttir réttir, aðalréttir, grænmetisréttir og gómsætir eftirréttir eru í boði á HVER. Svo er ljúffengur barnamatseðill fyrir 12 ára og yngri. Verðið er viðráðanlegt, sem er mikill kostur.

IMG_3741
Forrétta lambið er tvíreykt hangikjöt, gráðaostur, vínber og bláberjadressing. Topp forréttur sem þú einfaldlega verður að prófa ef þú ert hrifin/n af íslenska lambinu.

hver33
Hveraborgarinn uppfyllir allt sem æðislegur hamborgari þarf að innihalda – 140 g úrvals nautakjöt, brioche-brauð, beikonsalsa, tómatmajónes, salat og ostur.  Þá er einnig boðið upp á kjúklingaborgara fyrir þá sem vilja. 

hverlambahryggvodvi
Lambið er hægeldaður hryggvöðvi, kartöfluterrine, rótargrænmeti og lambasoðsósa. Þvílíkur unaður.

hverishamingja
Íshamingja Hveragerðis kitlar svoleiðis bragðlaukana. Rétturinn inniheldur 3 kúlur af sérvöldum ís frá Kjörís.

hver2
Veitingastaðurinn er opinn daglega kl. 11:30 – 22:00. Þá er gleðistund á barnum alla daga milli kl. 16 – 18.

36 Hotel morgunverd
Morgunverðarhlaðborðið er æðislegt. Gestum er boðið upp á ávaxtasafa og kaffi með kræsingum hlaðborðsins í stórum sal með útsýni yfir sundlaugargarðinn.


Smelltu á myndskeiðið hér fyrir ofan sem tekið var á Hótel Örk og nágrenni.


5 stjörnur (*****)
Ef þú vilt rækta sambandið, vinahópinn eða fjölskylduna og upplifa yndislega helgarferð þá er Hótel Örk svarið.

Hotelork.is

snapp
Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is