FréttanetiðFólk

Honum TÓKST EKKI að bjarga einum af sjúklingum sínum – MYND

Vægast sagt áhrifarík ljósmynd af lækni bráðamóttöku sem sýnir hann niðurbrotinn eftir að hafa misst 19 ára sjúkling fór eins og eldur í sinu um netheima.

Þessi sterka ljósmynd hefur snert við fólki víða um heim. Á ljósmyndinni, sem birtist á Reddit.com, sést læknir krjúpa niður á götuna þar sem hann styður sig við nálægan vegg og þykir þessi mynd gefa góða innsýn í það tilfinningalega álag sem hvílir á læknastéttinni sem stendur vaktina á bráðamóttökum.

læknir
Myndinni var póstað á Reddit vefinn – sjá hér.

„Manninum á myndinni tókst ekki að bjarga einum af sjúklingum sínum,“ útskýrir sjúkraliði sem deildi þessari áhrifaríku mynd á vefinn en myndin var tekin af vinnufélaga hans.