FréttanetiðHeilsa

Vantar ykkur HOLLA hugmynd…sem tekur enga stund? Horfið þá á þetta – MYNDBAND

Stundum fellur maður í þá gryfju að borða alltaf það sama í hádegismat eða millimál.  Eða maður grípur eitthvað óhollt á ferðinni því maður hefur engan tíma. Þá er tilvalið að prófa þennan rétt sem er ekki aðeins hollur heldur einstaklega bragðgóður.

Lárpera með túnfisk (fyrir 2 til 4)

Hráefni: 

4 lárperur, skornar í helminga 

3 dósir túnfiskur

1 rauð paprika, söxuð

1 jalapeno pipar, saxaður

1 bolli kóríanderlauf, grófsöxuð

safi úr einu súraldin

salt og pipar

Aðferð: 

Skafið aðeins af lárperunni úr til að gera „skálina“ stærri. Setjið það sem þið skafið úr í skál og maukið. Bætið túnfiski, papriku, jalapeno og kóríander við lárperumaukið. Hellið súraldinsafanum yfir. Hrærið allt vel saman. Setjið blönduna í lárperu-„skálina“ og kryddið með salti og pipar. Gerist ekki einfaldara!