FréttanetiðMatur & drykkir

HOLLUR og léttur kvöldmatur… sem ALLIR geta gert – UPPSKRIFT

Vantar þig hollan og léttan kvöldmat sem er líka einstaklega gómsætur? Þá þarftu ekki að leita lengra!

Avocado- og kjúklingavefjur

Hráefni:

3 kjúklingabringur, eldaðar og skornar í bita

1/4 skalottlaukur, saxaður

12 stór kálblöð

Sósa:

1 avocado

1 hvítlauksgeiri

1/2 bolli fersk basillauf, söxuð

1/4 bolli graslaukur, saxaður

safi úr 1/2 sítrónu

safi úr 1/2 læm

1/4 tsk agave síróp eða hunang

salt

cayenne pipar (má sleppa)

Til að bera fram:

1 bolli baunaspírur

1 jalapeno, skorinn smátt

2-3 radísur, skornar í þunnar sneiðar

læmbátar

avocado-chicken-salad-lettuce-wraps-8

Aðferð:

Byrjum á sósunni. Setjið öll hráefni í matvinnsluvél og blandið þar til sósan er silkimjúk. Setjið sósuna í stóra skál og bætið kjúklingi og skalottlauk saman við. Smakkið til og setjið meira salt og cayenne pipar ef þarf.

Setjið kjúklingasalatið ofan á kálblöðin og skreytið með spírum, jalapeno og radísum. Berið fram með læmbátum og njótið.