FréttanetiðMatur & drykkir

HÖFNIN er best geymda leyndarmál Reykjavíkur

- Veitingarýni Fréttanetsins
- Höfnin Geirsgata 7c

-  Æðislegt andrúmsloft
– Æðislegur matur
– Æðisleg þjónusta
– Æðisleg staðsetning
A+

Höfnin er notalegur heimilislegur veitingastaður staðsettur í blágrænu húsunum við smábátahöfnina í Reykjavík.  Fréttanetið pantaði borð á þessum rómaða veitingastað með nokkuð miklar væntingar.

Maturinn, þjónustan, andrúmsloftið og útsýnið kom skemmtilega á óvart. Eftir að hafa smakkað fjögurra rétta matseðil staðarins ásamt fleiri réttum sem Höfnin státar af var útkoman augljós:  Veitingastaðurinn Höfnin er best geymda leyndarmál Reykjavíkur.


hofninuti
Tíðarandinn vel varðveittur. Sérstaklega var hugað að því að viðhalda tíðaranda og „sál“ hússins sem hýsir veitingastaðinn Höfnina. Um er að ræða fallega sægræn hús við Suðurbugtina sem voru byggð á árunum kringum 1930 og þjónuðu þar sem beitningaskúrar og netageymslur fram yfir aldamótin síðustu.

IMG_3347
Katla, Logi, María og Jacek.

Þjónustan persónuleg og lipur. Höfnin er fjölskyldurekinn veitingastaður sem hjónin Brynjar og Elsa stofnuðu árið 2010.  Á myndinni má sjá Loga, son þeirra hjóna, ásamt starfsfólki en hann stjórnar eldhúsinu með aðstoð föður síns og annars afburðarfólks sem sér um að gestum líði vel.

IMG_3308
Hlýjar móttökur og ljúffengt brauð.  Þegar inn var komið var boðið til sætis og nýbakað brauð hússins borið á borð. Brauðið var dúnmjúkt og ljúffengt.

IMG_3310
Lystauki í fjögurra rétta seðli staðarins. Grafið hreindýr sem er einstaklega bragðgott. Það er borið fram með grænum aspas,  sinnepskremi, karmeluðum sólblómafræjum með kardemömmu og kryddjurtarolíu. Þessi réttur bræðir bragðlaukana og kætir magann. Hreindýrið fær tíu stig af tíu mögulegum.

IMG_3315
Skelfisksúpan er bragð- og matarmikil. Þá er hún skemmtilega framreidd. Eins og sjá má er gesti færð hörpuskel, humar, forsoðin bláskel og fennika í skál áður en súpunni er hellt yfir.

IMG_3328
Þá er súpu hellt út á ferskt fiskmetið en hún er einstaklega bragðgóð þar sem engifer, basil og appelsína töfra saman fram bragð sem gleymist seint.

IMG_3331
Ljúffeng er skelfisksúpan á bragðið og ekki síðri fyrir augað.

ho_fnin3216
Elsa, móðir Loga, hannaði staðinn sem er notalegur og rúmgóður.

IMG_3335
Þorskhakkinn er ofnbakaður með kryddhjúp sem samanstendur af spínati, dilli og smjöri. Með honum eru bornar fram sætar kartöflur, klettasalat í piparrótarsósu og ekki má gleyma kampavíns rækjusósunni og karmeluðu sólblómafræjunum.  Þvílíkt lostæti.

borgari
170 gramma grillborgari staðarins er gjörsamlega trylltur. Þessi snilld er borin fram með sinnepi, salati, sultuðum tómötum, rauðlauk, beikoni, pipar og stökkum frönskum.

kjot

“Pulled lamb” eða rifið lamb sem er langtímaeldað. Soðið af kjötinu er notað til að elda hafrana og byggið. Ristaðar gulræturnar og rófurnar sem eru meðhöndlaðar eins og steiktur laukur toppa heildarbragð réttarins ásamt rauðvínssýrópinu og rauðvínssósunni.  Þessi aðalréttur kemur á óvart en hann bræðir bragðlaukana og sálina reyndar líka við fyrsta munnbita.

ho_fnin5352-211
Notalegheitin ráða ríkjum á Höfninni.  Takið eftir ljósmyndum sem hanga á veggjum – sem allar geyma sögu staðarins.

IMG_3345
Steinbítskinnar & humar rétturinn er borinn á skemmtilegan hátt fram með kremuðu byggi, linsoðnu eggi og chillí majónesi. Steinbítskinnar eru í rauðu degi sem litað er með rauðbeðum og humarinn er í grænu degi sem er litað með kryddjurtamauki.

IMG_3346
Chillí majonesið með steinbítnum og humrinum er eitthvað sem auðvelt er að falla fyrir. Bragð sósunnar er vanabindandi. Ómótstæðilegur unaður þessi réttur.

ho_fnin51301
Upplifunin er mögnuð þegar setið er og snæddur himneskur matur við smábátahöfnina í Reykjavík.

IMG_3350
Eftirréttur sem segir sex. Heit súkkulaðikaka með hindberjum og lakkrísís sem búinn er til á staðnum.

IMG_3362
Takið eftir að súkkulaðið svoleiðis lekur úr súkkulaðikökunni þegar skorið í hana. Þá má einnig sjá listaverkið ofan á kökunni þar sem gull-súkkulaði er notað.

utsyni_1

Höfnin á Facebook
Höfnin.is

 

veitingaryni_hofnin
Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is