FréttanetiðHeilsa

HLAUPARAR ATHUGIÐ… þessi drykkur bragðast eins og kaka… en er fullkomið orkuskot eftir hlaup – UPPSKRIFT

Þú verður að gerast hlaupari bara til að geta fengið þér þennan drykk eftir hlaup því hann er algjört lostæti.

Pekanhnetudrykkur

Hráefni:

1 bolli möndlumjólk

1/4 bolli haframjöl

2 msk pekanhnetur

4 litlar döðlur

1/2 tsk kanill

smá salt

1/2 bolli ísmolar

1 skeið próteinduft

Aðferð:

Skellið öllum hráefnum í blandara og blandið vel saman.