FréttanetiðFólk

Hjálpar konum að missa 10 -15 kíló… með FRÁBÆRUM árangri

Námskeiðið Nýr lífstíll í umsjá Þórunnar Stefánsdóttur og Tinnu Arnar hefst í dag í Egilshöll og á morgun í Ögurhvarfi.  Um er að ræða námskeið sem eru sérsniðin fyrir allar stúlkur og konur sem vilja missa 10-15 kg+ og þeim konum sem vilja byrja nýjan kafla í lífi sínu með því að byrja að hreyfa sig og iðka heilsusamlegt líferni án öfga.

,,Við horfum fyrst og fremst á það að koma reglubundinni hreyfingu inn í lífsmunstrið og förum í að laga og bæta mataræðið án þess að fara út í það að umbylta öllu með látum,” segir Tinna.


wcnamsk
Ein lítil jákvæð hugsun

,,Það þarf bara eina litla hugsun mig langar að verða hraustari og líða betur, þá ertu komin með ástæðu til að skrá þig á námskeiðið. Þú græðir ekki bara harðsperrur og sterkari líkama, þú færð aðhald og stuðning eins og þú þarft ásamt aðgang að uppskriftum og fróðleik. Stóri bónusinn er svo sá frábær félagsskapur kvenna sem þú æfir með og eru í sömu stöðu og þú,” segir hún jafnframt og áhuginn leynir sér ekki hjá Tinnu á verkefninu.

Skráðu þig – lífið er núna
,,Reyndar er komin fastur stór kjarni sem vill bara ekki hætta og hefur því samstaðan og samheldnin verið enn meiri fyrir vikið. Við erum til dæmis búnar að láta útbúa tvisvar sinnum eins boli á okkur, eigum árlegt stefnumót um páska í útitíma þar sem allar sem hafa verið á námskeiðinu áður eru velkomnar með.  Þannig ef þú vilt æfa í góðum félagsskap þá er ekki spurning að SKRÁ sig,” segir hún.

,,Ég hvet allar konur sem hafa löngun til að byrja hreyfa sig, létta og bæta heilsu að fresta því ekki, heldur láta slag standa og byrja. Ekki hika við að hafa samband við mig eða Þórunni ef þú vilt frekari upplýsingar tinna@worldclass.is og thorunnstef@gmail.com. Það er orðið fullt á námskeiðið í Egilshöll en nokkur laus pláss í Ögurhvarfi.”

Skráðu þig á námskeiðið ekki seinna en núna – HÉR

 

snapp

Ellý Ármanns
Snapchat: earmanns
e@frettanetid.is