FréttanetiðHeilsa

Hildur er ÞRJÁTÍU kílóum léttari… og hætt að taka kvíðalyf daglega – „Get ekki sagt að ég sakni sukksins neitt“

Hildur Rún Kvaran er 28 ára nemi í orku- og umhverfistækni við Háskóla Íslands. Hún er einstæð, tveggja barna móðir og brá þegar hún steig á vigtina. Hún ákvað að taka lífið sitt í gegn og er þrjátíu kílóum léttari í dag. Við spurðum Hildi spjörunum úr og báðum hana um góð ráð fyrir þá sem koma sér ekki í það að breyta um lífsstíl.

Það er mikil breyting á andliti Hildar.

Það er mikil breyting á andliti Hildar.

Af hverju ákvaðstu að breyta um lífsstíl?

„Ég steig á vigtina í janúar 2014 og fékk sjokk þegar ég sá að ég var orðin vel þyngri en ég hafði verið á báðum meðgöngunum mínum, og komin í tölu sem ég, manneskjan sem er 160 sentímetrar á hæð, hélt að ég myndi aldrei sjá,“

Hvað ertu búin að missa mörg kíló?

„Ég er 30 kílóum léttari en ég var þegar ég byrjaði.“

Sjáið stelpuna inni í gula hringnum - þetta er Hildur áður en hún breytti um lífsstíl.

Sjáið stelpuna inni í gula hringnum – þetta er Hildur áður en hún breytti um lífsstíl.

Hvernig fórstu að því að ná þessum árangri?

„Það tók mig heilt ár að komast í rútínu með lífsstílinn minn, ég datt í svelti og óhollustu inná milli, og var ekkert að ná neinum æðislegum árangri þetta ár. Ég léttist samt alveg um nokkur kíló. Ég fór svo í fjarþjálfun hjá Gillz í janúar/febrúar og fylgdi stífu matarprógrammi sem hann lét mig fá. Þá fór ég að sjá kílóin og fituprósentuna fara hraðar niður. Svo í apríl á þessu ári ákvað ég að prófa Herbalife, og fór að hreyfa mig alla daga, með örfáum undantekningum. Síðan ég byrjaði á Herbalife hef ég verið mikið að byggja upp vöðva líka, og þó að kílóin fari hægt niður núna þá fjúka sentímetrarnir. Ég er farin úr því að komast næstum því ekki í gallabuxur númer 44 í það að passa auðveldlega í buxur númer 38, og það á tæpu hálfu ári.“

Hildur hefur náð gífurlega góðum árangri.

Hildur hefur náð gífurlega góðum árangri.

Hvernig líður þér í dag miðað við áður?

„Í dag líður mér margfalt betur en mér leið, bæði líkamlega og andlega. Ég er greind með vefjagigt og var á leiðinni í aðgerð á öxlinni þegar ég byrjaði að hreyfa mig sem mest. Í dag er það tilfallandi að ég finni til, og ég sleppti aðgerðinni þar sem ég hætti alveg að finna til í öxlinni. Auk þess hef ég alltaf verið mikill kvíðasjúklingur, og hafði aldrei getað komist í gegnum prófatarnir án róandi lyfja og daglegrar inntöku á kvíðastillandi lyfjum. Í dag nota ég ekki dagleg kvíðalyf, og komst í gegnum síðustu prófatörn án þess að taka eina einustu róandi. Með almenna líðan, þá finn ég mikinn mun á skapinu mínu, og þegar ég varð fyrir áfalli í lok sumarsins var ég hálf hissa á sjálfri mér hversu vel ég gat tekið á þessu áfalli.“

Fyrir og eftir mynd. Það er varla að maður trúi að þetta sé sama manneskjan!

Fyrir og eftir mynd. Það er varla að maður trúi að þetta sé sama manneskjan!

Saknarðu sukksins?

Get ekki sagt að ég sakni sukksins neitt. Jú, það var alveg erfitt til að byrja með, en með því að halda blóðsykrinum í lagi allan daginn þá hef ég bara ekki þörfina í sykur og fituríkan mat. Ég fæ mér alveg einstaka sinnum snakk og nammi, en þá fæ ég mér eina litla lúku í staðinn fyrir að háma í mig heilan poka ein. Nammið fæ ég mér enn sjaldnar, því ég er bara ekki mikill nammigrís. Fann það bara hjá mér að ég ætla ekki að fá mér neitt óhollt sem mig langar ekki sjúklega mikið til að fá mér, það er bara óþarfi.“

Ertu hætt?

Ég er engan veginn hætt. Ég er komin með vírusinn og get ekki hugsað mér lífið án hreyfingar, eða án tilfinningarinnar að ég sé að hugsa vel um líkamann minn. Tilfinningin að vera alltaf þungur á sér, með illt í maganum vegna oftroðslu og bjúgurinn sem ég fæ við óhóflegt hveiti og saltát er ekki eitthvað sem ég hef löngun í að upplifa daglega nokkurn tímann aftur.“

Þarna var Hildur komin vel á veg með að komast í það form sem hún er í í dag.

Þarna var Hildur komin vel á veg með að komast í það form sem hún er í í dag.

Ertu með einhver langtímamarkmið?

„Markmiðin mín snúast um að bæta mig líkamlega. Mig langar að hlaupa maraþon innan 5 ára, og planið er að taka 21 kílómeter í Reykjavíkurmaraþoninu næsta sumar. Ég hugsa markmiðin mín í rauninni ekki lengur útfrá hvernig ég vil líta út, heldur hvað það er sem ég vil geta gert.“

Hvað viltu segja við þá sem koma sér ekki af stað?

„Það er alltaf ótrúlega erfitt að koma sér af stað ef maður hefur ekki verið að gera neitt lengi. Þá er það mikilvægasta sem þú getur gert að byrja rólega, taka út 3 slæma ávana á dag og skipta þeim út fyrir 3 góða. Þó það sé ekki nema að fara fyrr að sofa, drekka meira vatn og labba í 30 mínútur á dag. Það er ekki hægt að gleypa heiminn í einum bita, og það er mun líklegra að ná árangri með því að byrja rólega. Fyrst ég gat þetta, þá hef ég trú á að allir geti þetta. Bara ekki gefast upp þó svo að þú sjáir ekki árangur viku frá viku, því árangurinn telur smátt og smátt, og áður en þú veist af er árangurinn orðinn mikill.“

Hildur blómstrar og er ánægð með lífið.

Hildur blómstrar og er ánægð með lífið.