FréttanetiðHeilsa

Hér sérðu… SVART Á HVÍTU… hvort það sé kominn tími til… að ÞÚ HREINSIR líkamann

Það er vitað mál að líkami þinn er með eigin hreinsunarkerfi en stundum er nauðsynlegt að hjálpa til við að detoxa eða hreinsa musterið með viðeigandi ráðstöfunum.  En hvernig getur þú vitað að það er kominn tími til að afeitra líkama þinn?  Hér eru níu einkenni líkama þíns sem minna þig á að hreinsunar er þörf.

1. Þú ert ekki 100% – það er þetta ,,slen” sem á alls ekki við þig. 
2. Þú finnur fyrir þunglyndi, skapið rokkar svoleiðis upp og niður og pirringurinn er stöðugt að poppa upp hjá þér.
3. Þú finnur stöðugt fyrir þreytu. Ert dauf/ur, kvíðin/n og það er eins og þú sért stöðugt undir álagi.
4. Þú sefur illa, vaknar örmagna og ert oft veik/ur.
5. Neglurnar þínar eru klofnar og eru stöðugt að brotna við minnsta álag.
6. Líkami þinn lyktar ekki vel og það er ekki af því að þú þværð ekki fötin þín. 
7. Andfýla út úr þér og þú finnur fyrir málmbragð í munni.
8. Þú ert stöðugt svöng/svangur og kílóin svoleiðis hrannast upp.
9. Þú ert með hægðatregðu, uppþaninn maga og óreglulegar hægðir.

Ef þú kannast við meira en eitt atriði hér að ofan þá er líkami þinn að grátbiðja þig um hreinsun. Og þú spyrð væntanlega: Hvernig á ég að hreinsa líkama minn?

 

Öfgar ekki leyfðar: Byrjaðu rólega. Engar öfgar.

Hreyfing 30 mínútur á dag: Regluleg hreyfing hjálpar af því að þannig flýtir þú fyrir efnaskiptum og losar líkamann við skaðleg (óþarfa) efni.

Kveddu ruslfæðið: Nauðsynlegt er að henda út ruslinu (óhollustu) sem þú borðar eða drekkur ef þú vilt hreinsa líkamann.  Við erum að tala um að þú kveðjir sykur og áfengi alfarið.

Borðaðu það sem jörðin gefur þér: Fylltu eldhúsið þitt af ferskum ávöxtum og grænmeti og borðaðu það eins og enginn sé morgundagurinn.

LAUKUR OG HVÍTLAUKUR: Framúrskarandi hreinsiefni fyrir líkama þinn eru laukur og hvítlaukur. Þeir hjálpa þér að fjarlægja þungmálma úr líkamanum.

Borðaðu prótein: Prótein eru einnig mikilvægt fyrir þig. Þá er best að borða fisk að minnsta kosti tvisvar í viku, hýðishrísgrjón, jógúrt og linsubaunir.

Fræin hreinsa: Þú nýtur einnig góðs af möndlum, hnetum, óunnum fræjum eisn og graskersfræ, hörfræ, sesamfræ og svo er sólblóma- og kókoshnetuolían góð fyrir þig þegar kemur að fitu – en henni má ekki gleyma.

Vatnsdrykkja: Drekktu vatn – og mikið af því.