FréttanetiðHeilsa

Hér er loksins lausnin… gerðu þessar breytingar á mataræðinu… og þú munt léttast… um mörg kíló

Þegar þig langar að létta þig þá hugsarðu eflaust: Æ, nú þarf ég að umturna mataræðinu og gera stórkostlegar breytingar.   Það er reyndar rétt hugsun hjá þér ef þú hreyfir þig ekkert og hámar í þig skyndibita og sælgæti alla daga vikunnar.   En ef þú vilt ekki gera neitt drastískt heldur laga aðeins til hjá þér og létta þig á eins skömmum tíma og þú mögulega getur þá eru hérna nokkrar góðar tillögur.

1#
Ekki rugla saman þorsta og hungri
Stundum líður þér eins og þú sért svöng eða svangur en eitt glas af vatni gæti svalað þessari tilfinningu. Ef hreint vatn er ekki nógu gott fyrir þig og þú vilt fá smá bragðefni – prufaðu þá að skera niður sítrónu eða límónu ásamt því að setja smá engifer í vatnið og sjáðu til hvað þér líður vel.  Þú getur slegið tvær flugur í einu höggi og svalað þorstanum og hungrinu og uppfyllt dagsþörf líkamans á vatni.

2#
Ekki fá þér gos
Þó þú leggir það í vana þinn að fá þér smá gos þegar þú kemur heim úr vinnunni þá er það ekki að hjálpa til ef þú vilt létta þig.  Gosdrykkir auka matarlystina jafnvel þó það séu sykurlausir drykkir.

3#
Borðaðu meira af grænmeti og ávöxtum sem nasl
Þetta er nú bara hrein skynsemi þar sem ávextir og grænmeti innihalda töluvert færri hitaeiningar en kökur, kex, snakk og önnur sætindi en það er líka önnur ástæða fyrir þessu vali því þú ert lengur að borða ávexti og grænmeti en nammið, sem hjálpar til að hafa stjórn á lystinni og matarþörfinni og metta þig betur.

4#
Dökkt súkkulaði er málið (sem inniheldur 85% kakó)

Þegar þú ert alveg að missa þig í lönguninni yfir sætindum eftir matinn þarftu ekki endilega að neita þér alveg um það.   Dökkt súkkulaði svalar sætindaþörfinni en hefur umtalsvert færri kalóríur en ljóst mjólkursúkkulaði.

5#
Kveddu áfengið

Vera má að þú gerir þér enga grein fyrir hversu margar hitaeiningar þú innibyrðir í drykkjarföngum.  Ein eitt er víst að ef þú sleppir áfengi í smá tíma þá sérðu afar skjótar breytingar. Þú þarft ekki alveg að sleppa öllum uppáhalds drykkjunum, heldur bara takmarka þig aðeins. Það er líka einstaklega gott ráð að drekka alltaf eitt glas af vatni á milli áfengu drykkjanna. Þú getur alveg haft glas í höndinni en reyndu að hella ekki endalaust í þig hitaeiningunum – vatnið hjálpar þér við það.

6#
Borðaðu prótein 

Afar mikilvægt er að borða prótín eða prótínríka fæðu þar sem hún mettar þig fyrr og betur og inniheldur holla næringu.  Ekki samt rugla saman því að háma í þig hamborgara og franskar –  við erum að tala um hreint kjöt og sjávarfang hérna í próteinkaflanum.

7#
Aldrei versla með tóman maga

Þegar þú ferð í matvörubúðina með engan innkaupalista og tóman maga hættir þér til að kaupa allt sem augað sér, svo þú endar með því að yfirfyllla körfuna af draslfæðu sem gerir ekkert fyrir musterið þitt.  Þetta er ekki bara þungt fyrir líkamann heldur líka budduna og þú freistast til að versla ís, sykurhúðaðar flögur og ýmiss konar óhollustu snakk og já bara eintóm rugl sem þú endar með að borða þegar heim kemur.  Áður en þú ferð að versla í matinn næst, borðaðu vel og gerðu innkaupalista sem þú heldur þig algjörlega við.

8#
Þessi sjö atriði hér að ofan krefjast þess ekki að þú umturnir fæðuvali þínu
Þú mátt ennþá njóta þess sem þér finnst gott, ef þú lærir að gera hlutina í hófi og með góðu skipulagi.

Dragðu tarotspil dagsins HÉR.
EH
Fréttanetið