FréttanetiðMatur & drykkir

Hér er ekki verið að leika sér… pönnukökur sem eru baðaðar í NUTELLA… þvílíkur draumur – UPPSKRIFT

Elskar þú Nutella? Elskar þú pönnukökur? Þá er þetta uppskriftin fyrir þig. Þvílíkur draumur væri að fá svona.

Nutella-pönnukökur

Hráefni – pönnukökur:

1 stór, þroskaður banani

1 stórt egg

2 msk brætt smjör (eða olía)

2 tsk vanilludropar

1 bolli mjólk

1 bolli hveiti

2 msk sykur

1 tsk lyftiduft

smá salt

3/4 bolli Nutella, brætt

Nutella-sósa – hráefni:

1/4 bolli Nutella

1-2 msk mjólk

Aðferð:

Maukið bananann og blandið saman við egg, smjör, vanilludropa og mjólk. Bætið hveiti, lyftidufti og salti við og blandið vel saman þar til deigið er kekkjalaust. Hitið pönnu með olíu eða smjöri og setjið tvær matskeiðar af deigi á pönnuna. Áður en pönnukakan bakast, setjið þá eina teskeið af bráðnu Nutella í miðjuna á kökunni og síðan 1 til 2 matskeiðar af pönnukökudeigi yfir Nutella. Bíðir þar til loftbólur myndast á yfirborði pönnukökunnar og snúið henni þá við og steikið á hinni hliðinni í smá stund. 

Til að búa til sósuna bræðið þið Nutella í örbylgjuofni í um þrjátíu sekúndur og blandið saman við mjólkina. Hellið sósunni yfir pönnukökurnar og skerið niður banana til að bera fram með. Getur ekki klikkað!

nutella