FréttanetiðHeimili

Hentu þessum hráefnum í pott… og heimilið fyllist af yndislegri JÓLALYKT – UPPSKRIFT

Þegar veðrið er svona glatað er yndislegt að hafa það notalegt inni við kertaljós. Þá er líka tilvalið að henda þessum hráefnum í pott og fylla heimilið af jólalykt.

2

Jólablanda

Hráefni:

börkur af 1 appelsínu

1 epli, skorið í bita

2 kanilstangir

1 msk negull

1 msk vanilludropar

1 msk möndludropar

1 1/2 bolli vatn + meira til að fylla á

Aðferð:

Setjið öll hráefnin í pott og leyfið þessu að malla yfir lágum hita yfir daginn. Bætið við vatni eftir þörfum. Svo er hægt að geyma mixtúruna í ísskáp yfir nótt og endurtaka leikinn næsta dag.

3