FréttanetiðHeimili

Hentu BÓMULLAR-KODDAVERINU… og hárið endurnærist… á meðan þú SEFUR

Hver kannast ekki við það að vakna með hár sem líkist helst fuglshreiðri – allt út um allt og skraufþurrt? Mörg okkar halda eflaust að það sé út af svefnstöðu eða þeim sem liggur við hliðina á okkur en samkvæmt grein í tímaritinu Cosmopolitan er koddanum um að kenna.

Koddar með bómullarkoddaveri fara ekki vel með hárið og gera það þurrt á meðan koddaver úr silki eða satín næra hárið að sögn stílistans Jen Atkin.

“Bómull dregur í sig raka á meðan silki varðveitir hann þannig að þegar þú liggur á kodda með silki- eða satínkoddaveri varðveitast olíurnar í hárinu þannig að hárið nærist og verður ekki þurrt,” segir Jen. Hún bætir við að konur sem eru með gróft hár eða krullur ættu sérstaklega að taka þetta til sín.

Annar bónus við að sofa á silki- eða satínkoddaveri er að það skilur ekki eftir sig línur á húðinni þegar maður vaknar.