FréttanetiðHeilsa

Helvítis TÚRVERKIRNIR… geta hækkað BLÓÐÞRÝSTINGINN seinna á lífsleiðinni

Ný rannsókn sem birt var í American Journal of Epidemiology sýnir fram á að þær konur sem fá slæma og mjög slæma túrverki geta þurft að gjalda fyrir það seinna á lífsleiðinni.

Í rannsókninni var fylgst með 3720 konum og var meðalaldur þeirra fjörutíu ár. Konurnar voru spurðar út í túrverki sína og síðan var fylgst með þeim í tuttugu ár.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að konur sem fá slæma eða mjög slæma túrverki eru fjörutíu prósent líklegri til að þjást af of háum blóðþrýstingi, eða háþrýstingi, en konur sem fá litla sem enga túrverki. Þær konur sem hafa tekið hormónapillu eða þunglyndislyf eru líka í hættu þó að lyfin hafi dregið úr túrverkjum.