FréttanetiðFólk

Hélt hún væri ÞUNN en svo kom í ljós að hún var með KRABBAMEIN – MYNDIR

Aðeins 24 ára gömul hélt þessi unga kona að hún væri með ofnæmi fyrir gini og tónik en fékk síðan þá hræðilegu vitneskju að hún þjáðist af krabbameini.

gin1
Eve Addison gerði ráð fyrir því að hún hlyti að hafa ofnæmi fyrir gini, eftir að hún bólgnaði upp í kringum viðbeinið eftir gin-drykkju. En sem betur fer ákvað hún að heimsækja heimilislækninn sinn þegar ekkert breyttist þrátt fyrir að hún prófaði að drekka aðrar víntegundir. Ekki nóg með að Eve svitnaði óeðlilega á næturna eftir skemmtanahaldið heldur fékk hún líka heiftarlegt útbrot.

gin
Algengustu einkenni eitlakrabba eru bólgnir eitlar sem jafnvel eru verkjalausir en eftir áfengisneyslu kemur fram sársauki.

Fékk áfall
Eve fékk áfall þegar það kom í ljós að hún þjáðist af eitlakrabba eða ,,Hodgkins Lymphoma” eins og það heitir á ensku en eitt af einkennum eitlakrabba eru bólgnir eitlar í hálsi sem fólki verkjar í eftir áfengisdrykkju. Í hennar tilfelli var um bólgur í hálsi, handarkrika og nára að ræða.

gin2
Eftir að Eve fór að svitna óeðlilega á næturna, sýndu blóðprufur að hún var með krabbamein.

gin3
Eve hélt hún væri með ofnæmi því hún fékk útbrot og svitaköst sama hvaða víntegund hún drakk. Bólgurnar eru útblásnir eitlar, en þeir hjálpa líkamanum að berjast við sýkingar.

gin4
Um 70% allra sem greinast með sjúkdóminn eru með bólgna eitla í hálsi. Yfirleitt eru ekki verkir í eitlunum, en þegar áfengi er drukkið finna sjúklingarnir til mikils sársauka. Eve greindist árið 2014 en hefur nú náð bata og deilir nú reynslu sinni til að vekja athygli og umræðu um sjúkdóminn.

Áfengið bjargaði lífi mínu
,,Ef ég lít til baka er það líklega áfengið sem bjargaði lífi mínu. Ég var búin að vera þreytt í nokkurn tíma en í hvert sinn sem ég fór út á lífið og drakk vín þá kom ég heim örmagna og útbólgin,” segir Eve sem fann fyrst fyrir einkennunum haustið 2013.  Það kom síðar í ljós að hún þjáðist af eitlakrabba og hún fór í 6 mánaða lyfjameðferð.

Blóðeitrun og blóðtappi
,,Ég hugsaði um þetta og heimilislæknirinn sagði mér að hafa engar áhyggjur. Þegar læknarnir segja engar áhyggjur þá heldur þú að það sé alls ekkert að þér. Þér líður þá eins og þeir viti hvað þeir eru að tala um er það ekki?” segir Eve sem fékk enn fleiri einkenni eftir því sem hún drakk oftar. Hún bar á sig krem og  tók inn bólgueyðandi lyf til að milda kviðverkina, svitaköstin og útbrotin.

Eve var ekki aðeins búin á því eftir meðferðina heldur fékk hún einnig blóðeitrun og blóðtappa. ,,Ég missti heilmikið af vöðvamassa og ég varð svo ofurþreytt. Ég var bæði þreytt og með svo rosalega mikla verki að ég gat varla staðið upp.  Þó ég væri bara 23 ára gömul leið mér eins og líkami minn væri líkami 90 ára gamallar konu.”

Lét frysta egg úr sér
Þrátt fyrir að vera greind með sjúkdóminn og hefja þegar í stað meðferð hóf hún nýtt starf nokkrum dögum síðar eins og hafði verið áætlað. Hún lét frysta nokkur egg úr sér ef ske kynni að meðferðin ylli ófrjósemi. Það var mikill léttir þegar hún fékk fréttir síðasta haust að hún væri fullkomlega laus við krabbameinið.

,,Það er ekki hægt að lýsa hamingjunni yfir því að vera laus við sjúkdóminn. Ég hef aldrei á ævi minni verið jafn hamingjusöm. Mamma mín var hamingjusamasta manneskjan í herberginu og öll fjölskylda mín var svo stolt af mér að komast í gegnum þetta,” útskýrir Eve sem hefur í dag nýja og betri sýn á lífið eftir að hún sigraðist á krabbameininu.

Þakklátari eftir þessa erfiðu reynslu
,,Það sem ég lærði af þessu öllu er að ég er svo miklu þakklátari fyrir allt sem mér hefur hlotnast í lífinu og mér líður eins og ég sé ótrúlega heppin manneskja.”

Hún ætlar að fagna þessum áfanga með því að taka þátt í hlaupinu ,,Hlaupið fyrir lífið” eða The Race for Life í heimabæ sínum í júlí næstkomandi.

Í Bretlandi greinast 1900 manns með þennan sama sjúkdóm árlega.

Sjá myndband um sjúkdóminn.