FréttanetiðHeilsa

Heimatilbúin tómatsósa… er miklu hollari en þú heldur – UPPSKRIFT

Hér er æðisleg uppskrift að tómatsósu án viðbætts sykurs.  Þú getur gert þitt eigið tilbrigði eftir óskum þinna bragðlauka. Já – við erum að tala um heimatilbúna tómatsósu. Þar sem þú velur hráefnin geturðu sett bestu fáanleg hráefni í hana eins og til dæmis lífrænt edik frá Sollu.Uppskrift
1 dós eða 1 túpa af tómatpúrru
1/4 – 1/2 bolli af eplaediki (ca. 1 dl.)
1/2 tsk. salt
1/2 tsk. þurrkað oregano
1/2 tsk. kúmen
1/8 tsk. pipar
1 tsk sinnepsduftAðferð: Settu öll hráefnin í litla skál og blandaðu vel. Ef þú notar minna en 1/2 bolla af eplaediki bættu þá upp í desilítrann með vatni. Ef til vill viltu hafa aðeins minna af ediki. Uppskriftin geymist vel í kæli, svo hægt er að tvöfalda hana og geyma í lokuðu íláti í nokkrar vikur í ísskáp.Hægt er að gera nokkur tilbrigði til dæmis með því að nota Worchestershire sósu, vínviðaredik (balsamedik) eða trönuberjaedik í stað epla-ediksins.