FréttanetiðHeilsa

Örfá hráefni… og útkoman er æðisleg… hollt heimatilbúið majónes – UPPSKRIFT

Það er auðvelt að búa til sitt eigið majónes ef þú hefur réttu græjurnar við höndina. Það þarf að hafa góðan handþeytara til dæmis töfrasprota eða hrærivél. Hægt er að nota handþeytara, en það er talsvert mikil vinna. Þessi heimatilbúna uppskrift er bæði holl og bragðgóð.

majones2
Mikilvægt er að nota holla olíu, því að ýmsar grænmetisolíur sem í boði eru eru búnar til úr mikið fjölómettuðum fitusýrum, sem eru mjög óhollar (valda kekkjum í blóði, sem getur stíflað æðar) svo best er að nota ólífuolíu eða aðrar jómfrúrolíur eins og kókosolíu. Þessar óhollu grænmetisolíur eru í mörgum ef ekki flestum tegundum majónes, sem í boði eru. Mikilvægt er að nota góð og fersk egg í uppskriftina.

Uppskriftin er rúmlega 2 bollar af majónesi
2 fersk egg
1 msk eplaedik
3/4 tsk. salt
2 tsk sinnep að vali
2 bollar ólífuolía

Aðferð: Þeyttu saman egg, edik, salt og sinnep í þeytara. Hafðu þeytarann á lægstu stilling og bættu olíunni smá saman út í á meðan þú þeytir á hægum hraða. Mikilvægt að þeyta hægt á meðan þú hellir olíunni út í blönduna. Gerðu þetta þangað til öll olían er búin að mynda blöndu með eggjunum svo úr verður ljóst majónes. Bættu smá salti við ef þarf.

Majónesið geymist í lokuðu íláti í ísskáp allt upp í 2 vikur.

Elin_prufa
Elín Halldórsdóttir
Fréttanetið