FréttanetiðHeimili

HEIMAGERÐUR klósetthreinsir… sem svínvirkar… þetta er svo mikil snilld

Það er algjör óþarfi að kaupa klósetthreinsi út í búð því þú getur búið til þinn eigin sem virkar jafnvel betur en rándýrir vökvar með alls kyns efnum sem þú hefur ekki hugmynd um hver eru.

Það eina sem þú þarft í þennan klósetthreinsi er:

  • Matarsódi
  • Edik

Þú byrjar á að strá hálfum bolla af matarsóda um klósettskálina. Síðan hellir þú 1-2 bollum af ediki ofan í skálina og horfir á matarsódann freyða vel. Ef eitthvað af matarsódanum freyðir ekki getur þú sett vatnsblandað edik í spreybrúsa og spreyjað á þau svæði. Síðan þværð þú klósettið vel með klósettbursta, sturtar niður og klósettskálin er sem ný.