FréttanetiðHeilsa

Heilsusamlegar hugmyndir að hressingu… þetta verður þú að prófa

Íslenska vatnið er það besta í heimi en stundum er gott og gaman að breyta til og búa til heilsusamlega hressingu sem þú getur meira að segja geymt í frysti ef þú gerir mikið magn í einu.

Undirstaðan er einföld:
vatn
klakar
ávextir (ekki bananar)
kryddjurtir
kanna eða krukka og skeið

djus5
Melóna og rósmarín er æðisleg blanda.

Hér eru nokkrar þrælskemmtilegar hugmyndir að bragðbættum einföldum ávaxtasafa án aukaefna sem þú getur gert heima. Þeir eru ekki síður fallegir en hollir og um að gera að láta hugmyndaflugið ráða þegar kemur að því að velja ávextina.

djus4
Minta og ananas er dásamlega góður drykkur í sólinni.
djus3
Rifsber og lime er líka mjög góð samsetning.
djus2
Appelsína og lime. Gott er að drekka safann með röri upp á að vernda glerung tannanna.