FréttanetiðFólk

Lestu þetta og þú gætir bjargað lífi… EINKENNI heilablóðfalls

Við viljum hvetja þig til að lesa og deila þessum upplýsingum því þannig gætir þú bjargað lífi.

Taugasérfræðingar halda því fram að þegar og ef einkenni heilablóðfalls eru greind innan 3 klukkustunda frá fyrstu vísbendingu um áfallið þá er hægt að snúa við áhrifunum.  Sjúklingur þarf samstundis læknisfræðilega umhyggju og það innan 3 klukkustunda. Þess vegna viljum við að þú kynnir þér þessi 4 einkenni heilablóðfalls.

Viðkomandi getur orðið fyrir alvarlegum heilaskaða ef ekki tekst að sjá einkennin strax.

Læknar halda því fram að auðvelt er að sjá ef um heilablóðfall er að ræða með því að spyrja 4 einfaldra spurningar:

1. Brostu
Byrjaðu á því að biðja einstaklinginn að brosa.

2. Talaðu
Biðjið manneskjuna að tala. Spurðu viðkomandi um eitthvað ofur-einfalt og sjáðu hvort hann eða hún svarar eðlilega.

3. Lyftu höndum 
Þá skaltu biðja hann eða hana að setja báðar hendurnar fyrir ofan höfuð. Ef viðkomandi getur ekki lyft þeim fyrir ofan hjartastað þá er um heilablóðfall að ræða.

4. Ullaðu
Þá skaltu biðja viðkomandi að reka út úr munni tunguna því hér er sterk vísbending ef um heilablóðfall er að ræða. Ef tungan er eins og ‘krókur’ þegar ullað er, gefur það til kynna að um heilablóðfall er að ræða.

Ef hann eða hún á í vandræðum með eitthvað af þessu skaltu hringja í neyðarnúmer strax og lýsa einkennum viðkomandi.

Heilablóðfall leiðir oftar en ekki til þess að fólk endar hjálparvana það sem eftir er, í vonlausu ástandi.

Hjartalæknir lét hafa eftir sér að ef allir sem lesa þessi skilaboð gefa sér tíma til að deila upplýsingunum þá mun að minnsta kosti einu lífi bjargað.   Vinsamlegast settu þennan tengil á Facebook vegginn þinn. Hann gæti bjargað lífi.