FréttanetiðFólk

HÁRIÐ á honum var byrjað að ÞYNNAST… þar til hann gerði ÞETTA… frábær LAUSN

Hárlos er afskaplega hvimleitt það vita þeir sem þekkja til.  En mikilvægt er að komast að rót vandans og finna lausn ef þessi kvilli angrar þig. Þú skalt byrja á því að grannskoða heilsufarið og ekki hika við að prófa náttúruleg úrræði til að stöðva hárlosið og stuðla að heilbrigðum hárvexti.

Ef þú tekur eftir því að hárið byrjar skyndilega að falla af þér í sturtunni skaltu ekki fá áfall því flestir missa 5-100 hár daglega en sá missir veldur ekki hárlosi því ný hár vaxa á sama tíma. En ef þú hinsvegar ert byrjuð/byrjaður að taka eftir hárþynningu eða skallablettum þá er ástæðan líkamleg eða jafnvel andleg.

Margar ástæður valda hárlosi eins og DNA-erfðir, stress, áfall, veikindi, hormónabreytingar sem valda líkamlegu ójafnvægi og skjalkirtilsvandamálum. Þá hafa sýkingar í hársverði mikil áhrif á hárvöxt og örvefsmyndun. Hárlos getur líka stafað af inntöku á getnaðarvörnum eða öðrum lyfjum sem eru notuð til að meðhöndla krabbamein, liðagigt, þunglyndi, hjartatruflanir og háan blóðþrýsting.

Hér viljum við benda þér á fjögur náttúruleg hráefni sem koma í veg fyrir hárlos og auka hárvöxt.

8594aloe_vera
1.  Aloe vera
Aloe vera inniheldur ensím sem stuðlar að hárvexti en basískir eiginleikar plöntunnar hjálpa til við að koma á réttu pH stigi á hársvörð sem sjá til þess að hárið verði heilbrigt.  Regluleg notkun aloe vera stuðlar jafnvel að léttum kláða í hársverði til að byrja með (græðandi) en plantan dregur úr bólgu og flösu.  Þú berð aloe vera gelið eða safann í hársvörðinn og skilur hann þar eftir í klukkustund – jafnvel tvær ef þú ert heima við. Síðan þværðu það úr hárinu með volgu vatni.  Endurtaktu ferlið 3-4 sinnum í viku.

raudrof
2. Rauðrófur

Rauðrófu-safi inniheldur prótein, kalíum og kalsíum, ásamt vítamíni B og C. Hér er um að ræða nauðsynleg næringarefni fyrir heilbrigðan og öflugan hárvöxt. Bættu ferskum rauðrófusafa við daglegt mataræði, ásamt spínati og gulrótum.

horfrae_heilsa
3. Hörfræ 

Hörfræin eru rík af omega-3 fitusýrum sem koma í veg fyrir frekar hárlos en fræin efla heilbrigðan hárvöxt á magnaðan hátt. Settu eina matskeið af ferskum muldum hörfræjum út í morgunmatinn þinn eða booztinn þinn. Þá er hörfræ olían einnig mjög öflug fyrir hárvöxt en þú færð hana í heilsubúðum.  Þú getur einnig bætt hörfræjum við salatið. Ein matskeið daglega gerir svakalega mikið fyrir hárvöxtinn – vittu til.   Sjá meira um hörfræ HÉR.

KOKOS
4. Kókosmjólk

Kókosmjólkin inniheldur prótein og nauðsynlega fitu fyrir líkamann sem stuðla að hárvexti og koma í veg fyrir hárlos.  Berðu kókosmjólkina á hársvörðinn og í hárið og hafðu hana í hárinu í um 20 mínútur í einu áður en þú þværð hana úr hárinu með sjampói. Gerðu þetta vikulega og hárið tekur jákvæðan sjáanlegan kipp.