FréttanetiðFólk

Hann var í fangelsi í 44 ÁR… og skilur nú ekkert í nútímatækni – MYNDBAND

Otis Johnson fór í fangelsi þegar hann var 25 ára fyrir að ráðast að lögreglumanni. Honum var sleppt í sumar, þá 69 ára að aldri, en þá var hann búinn að dúsa í fangelsi í 44 ár.

Honum brá í brún þegar hann byrjaði að lifa lífinu aftur í nútímasamfélagi eins og hann segir frá í meðfylgjandi myndbandi. Honum fannst merkilegast að fylgjast með fólki sem virtist tala við sig sjálft en var þá að tala í símann. Hann hélt fyrst að um leynilögreglumenn væri að ræða.

Þetta er algjörlega æðislegt viðtal!