FréttanetiðOMG

Hann upplifði algjöra TINDER-MARTRÖÐ… en hún endar alls ekki eins og þú heldur… þú verður að lesa

Á Reddit er þráður sem heitir Tinder-martraðir en einn notandi á síðunni skrifar langa sögu um sína reynslu af Tinder og það er eitthvað sem allir þurfa að lesa.

Hann byrjar þráðinn á að segja að hann sé á fimmtugsaldri og sé ekkert sérstaklega aðlaðandi. Því hafi það komið honum á óvart þegar falleg kona á þrítugsaldri hafi byrjað að tala við hann á Tinder. Hann bauð henni út og hún þáði boðið.

“Ég beið eftir henni á bar og þegar hún kom inn lenti kjálkinn minn á gólfinu. Hún var svo falleg að ég missti bókstaflega andann í smá stund. Hún var hærri en ég í hælaskónum sínum og hún var í fallegum, stuttum kjól og með stórkostlegustu fótleggi sem ég hafði séð. Hún heilsaði mér með yndislegu brosi og góðu faðmlagi og okkur var fylgt að borðinu okkar,” skrifar maðurinn. Stefnumótið var gott og ákváðu þau að halda því áfram og fá sér nokkra drykki.

“Loks sagði hún að það væri kominn tími til að hún færi heim og ég bauð henni far heim því hún hafði notað Uber fyrr um kvöldið. Hún samþykkti það strax. Á þessum tímapunkti hugsaði ég að þó að stefnumótið hafi verið skemmtilegt og þægilegt að við yrðum örugglega vinir í besta falli þar sem við vorum mjög ólík í útliti. Síðan komum við heim til hennar og við spjölluðum í nokkrar mínútur í viðbót. Ég bauðst til að fylgja henni að hurðinni en hún afþakkaði. Hún fór síðan út úr bílnum og gekk að hurðinni minni. Hún hallaði sér að mér og kyssti mig stutt en munúðarfullt á munninn. Hjarta mitt stoppaði!”

Maðurinn og konan héldu áfram að deita en manninn grunaði að eitthvað væri að.

“En ekkert gat búið mig undir það sem gerðist næst. Hún bað mig um að hlusta og ekki segja neitt og ég samþykkti. Hún byrjaði á að segja mér að hún bæri sterkar tilfinningar til mín en að það væri eitt sem ég þyrfti að vita um hana sem gæti orðið til þess að ég myndi ekki vilja samband með henni. Hugurinn minn fór á flug og margt fór í gegnum hann. Er hún gift? Er hún glæpamaður? Síðan mundi ég eftir því að ég hafði snert brjóst hennar laust nokkrum dögum fyrr þegar við vorum að kela og ég hafði fattað að hún væri með brjóstapúða því brjóstin voru mjög hörð.”

Maðurinn hélt fyrst að hún væri transkona. En því miður var það ekki svo. Konan var með krabbamein og átti stutt eftir ólifað. Maðurinn ákvað að byrja með henni og þau áttu yndislegan tíma saman sem nú er lokið.

“Við lifðum heilt líf áirð 2014. Hún dó fyrir níu mánuðum, fimmtán mánuðum eftir að við hittumst. Ég er svo miklu betri maður eftir að ég hitti hana og deilt erfiðleikum hennar. Ég elska þig og sakna þín svo mikið Genny!” skrifar maðurinn í lok pistilsins.