FréttanetiðFólk

HANN þráði fátt annað… en að LÉTTAST… og það GERÐIST… með ÞESSARI SNILLD

Vellíðan fæst með hreyfingu og réttu mataræði. Það getur verið erfitt fyrir marga en auðvelt fyrir aðra að ná þessari blessuðu kjörþyngd.

,,Gleymdu því að svelta þig.  Þú getur grennt þig með heilbrigðu mataræði og nóg af hreyfingu,” segir Dawn Jackson Blatner næringafræðingur en hún er höfundur ,,The Flexaitarian Diet” og mælir með að fólk borði grænmeti og mikið af því.

graenmeti

Dawn segir að ef þú lækkar daglega inntöku af kaloríum um 500 getur þú hæglega losað þig við eitt kíló á viku og ef þú vilt léttast hraðar þá þarftu að æfa meira.

Til dæmis ef þú neytir 1200 til 1500 hitaeininga á dag  og hreyfir þig samhliða því í klukkutíma getur þú lést um allt að 3 kg fyrstu vikuna en það er mikilvægt að draga úr hitaeiningum í þrepum þar sem öfgar geta verið hættulegar.
,,Takmarkaðu salt inntöku því þar með losar þú líkamann við uppsafnaðan vökva. Þegar þú nærð jafnvægi á saltneyslu, og drekkur mikið vatn getur þú lést allt að 1,5 kg með áherslu á hreyfingu og rétt mataræði,” segir hún.

,,Ef áherslan er á grænmeti, ávexti, egg, sojavörur, kjúkling, fisk og fitulausar mjólkurvörur þá nærðu árangri ef þú átt í stríði við vigtina,” segir Dawn.

Hún segir grunnreglurnar 7 vera þessar:

1. Borða grænmeti til að verða saddur/södd.
2. Drekka nóg af vatni.
3. Útiloka skyndibita og sælgæti.
4. Ekki borða  þegar þér leiðist – heldur þegar þú finnur fyrir svengd.
5. Borða aðeins á meðan þú situr við matarborðið.
6. Ekki sleppa úr máltíð.
7. Ef þú heldur matardagbók og skrifar niður allt sem þú borðar skaltu gefa því gaum hvað margar hitaeiningar þú neytir á dag.

,,Ef þú borðar minna en æskileg kaloríauinntaka er ráðlögð en alls ekki fara undir 1.200 hitaeiningar – getur það leitt til alvarlegra heilsuvandamála,” segir Dawn jafnframt.

Heimasíða næringafræðingsins.