FréttanetiðMatur & drykkir

Hann setur hráefnið í krukku… þetta er algjör snilld fyrir útileguna… sjáðu MYNDBANDIÐ

Sigurþór Gunnlaugsson er ástríðukokkur með áhuga á flestu sem viðkemur matargerð, allt frá þjóðlegum íslenskum mat upp í framandi rétti frá ýmsum heimshornum. Í meðfylgjandi myndskeiði sem sjá má hér fyrir ofan sýnir Sigurþór okkur hvernig hægt er að útbúa thaílenska núðlusúpu fyrir fjóra.  Þessi súpa er einstök því að hún er í fyrsta lagi mjög ljúffeng, einföld og svo er hún kjörin í útileguna.

supa_9
Hér efst í grein smellir þú á myndskeiðið þar sem Sigurþór sýnir hvernig á að elda súpuna.


Thaílensk súpa Sigurþórs
16 – 20 forsoðnar rækjur
8 tsk kjúklingakraftur
4 tsk púðursykur
8 tsk rautt karrí mauk (paste)
4 tsk chilí hvítslauks sósa (magn fer eftir smekk) – ómissandi með asískum mat
4 tsk fiskisósa
1 bolli kókosmjólk
4 smáir pakkar af hrísgrjónanúðlum
smá kóríander, smátt saxað
1/2 lime, skorið í 4 báta

* Hráefnið geymist í ísskáp í allt að fjóra daga.

 

Aðferð: Skiptið hráefninu í hitaþolna krukku, kjúklingakraft, púðursykur, karrí mauk, chilí hvítlauks sósu, fiskisósu, rækjur og kókosmjólk. Skiptið kóríander í fjóra lofttæmanlega poka ásamt einum lime bát í hvern. Setjið svo pokana ofan á hráefnið sem fyrir er og lokið.

Þegar þið viljið gæða ykkur á gómsætu innihaldinu, skulið þið fjarlæga úr krukkunni kóríander og lime pokann og hella sjóðandi heitu vatni ofan í, lokið og láta standa í 3 mínútur.

Opnið því næst krukkuna, hrærið kóríander út í og kreistið lime yfir og þá er súpan tilbúin.

Athugið að gott er að forsjóða núðlurnar í 1 mínútu í sjóðandi vatni. Kælið í nokkrar sekúndur undir köldu, rennandi vatni, þurrkið vandlega, hellið 2 tsk af olíu yfir og setjið síðan ofan í krukku ásamt öðrum hráefnum. Verði ykkur að góðu!

Hér eldar Sigurþór kjúklingaborgara með indversku ívafi.
Hér eldar hann æðislega sjávarréttarpizzu.
Þessi ís toppar allt – sykurlaus uppskrift Sigurþórs.