FréttanetiðÓflokkað

HANN púaði RAFRETTU allan liðlangan daginn… þar til hann LAS ÞETTA

E-sígarettur eða rafrettur eru í huga margra spennandi nýjung á markaðnum.  Þær hafa verið kynntar sem mun öruggari valkostur í staðinn fyrir hefðbundnar sígarettur. Það er langt frá því að vera rétt.

Harvard Public Health School gerði rannsókn á rafrettum og niðurstöðurnar voru vægast sagt óvæntar. Það lítur allt út fyrir að Diacetyl sem er bragðefni notað í rafretturnar leiði af sér alvarlegan öndunarfærasjúkdóm sem er einkennilegt ástand sem kallast ,,popcorn lung” eða ,,popp lunga”.   Sjúkdómurinn er algerlega óafturkræfur. Um er að ræða öndunarfærasjúkdóm sem myndar örlítlar loftbólgur í lungunum. Sjúkdómurinn leiðir til mæði og hósta.

Díasetýl og önnur svipuð bragðefni í rafrettum eru stórhættuleg heilsunni. Þá er einnig bent á hversu skelfilegar þessar niðurstöður eru þar sem hættulegu bragðefnin innihalda bollaköku-, vanillu- og ávaxtabragð sem og aðrar bragðtegundir sem eru aðlaðandi fyrir ungt fólk.

Elkan Blut prófessor í umhverfisfræðilegri erfðafræði var meðhöfundur rannsóknarinnar og lét hann hafa eftir sér eftirfarandi:  ,,Aðaláhyggjuefnið hefur verið nikótín en í dag þá er miklu meira sem við vitum ekki um e-sígarettur. Auk þess sem þær innihalda mismunandi magn af ávanabindandi nikótíni, innihalda þær einnig önnur krabbameinsvaldandi efni, svo sem formaldehýð, og eins og rannsóknin sýnir, bragðefni sem valda varanlegum lungnaskaða. ,,Það lítur út eins og ávaxtaríkt bragðbætt efni í rafrettum sé öruggur valkostur en svo er ekki.”

Popp lungu – sjá meira hér.