FréttanetiðFólk

Hann pissaði á óléttuprufu í gríni… og viti menn útkoman bjargaði lífi hans – MYNDBAND

Þessi saga er sönn.  Ungur maður ákvað í gríni að pissa á þungunarpróf sem fyrrverandi kærasta hans skildi eftir á baðherberginu heima hjá honum. Eftir að hann pissaði á prófið var útkoman jákvæð honum til mikillar undrunar. Allt leit út fyrir að hann væri óléttur miðað við útkomuna. Hann setti myndina af prufunni á internetið furðu lostinn þar sem honum var í kjölfarið ráðlagt að láta kanna strax hvort hann væri með krabbamein í eistum en mannslíkaminn framleiðir sama efni ef krabbamein greinist í eistum og hjá þunguðum konum. Það reyndist rétt. Maðurinn var með eistnakrabbamein.

Hér getur þú lesið þig til um eistnakrabbamein.