FréttanetiðFólk

Hann man ekkert eftir þremur seríum af Friends… því hann var svo DÓPAÐUR

Leikarinn Matthew Perry man ekkert eftir að hafa leikið í þremur af tíu seríum af sjónvarpsþættinum Friends því hann var langt leiddur af fíkn í pillur og áfengi.

Í viðtali við BBC Radio 2 var hann spurður að því hvaða þáttur væri í minnstu uppáhaldi hjá honum og þá ljóstraði hann þessu upp.

“Guð minn góður. Ég held að svarið sé að ég man ekki eftir þremur árum. Þannig að enginn af þeim…einhvers staðar á milli seríu 3 og 6,” sagði hann.

Leikarinn hefur áður opnað sig um fíknina og sagði í viðtali við People árið 2013 að hann hefði orðið háður pillum eftir slys árið 1997.

“Ég misnotaði pillur og alkóhól og ég gat ekki stoppað,” sagði hann þá.