FréttanetiðHeimili

Hann hjálpar feðrum að tengjast DÆTRUM sínum… með skemmtilegu hárgreiðslunámskeiði

Margir feður eru ekkert sérstaklega öruggir þegar kemur að því að greiða dætrum sínum og geta oft ekki uppfyllt óskir þeirra um einfaldar jafnt sem flóknar greiðslur.

Það veit Philippe Morgese, einstæður faðir frá Daytona í Flórída í Bandaríkjunum. Hann ákvað að halda hárgreiðslunámskeið fyrir feðgin og var mætingin stórkostleg.

“Ég er svo stoltur af þeim sem mættu og reyndu sitt besta…þið rokkuðuð! Ég get ekki lýst því með orðum,” segir Philippe í samtali við Popsugar, enn þá í skýjunum.

Þessi sniðugi faðir er strax byrjaður að skipuleggja næsta námskeið og aldrei að vita nema þau verði haldin um ókomna framtíð.