FréttanetiðFréttir

Hann hætti í DÓPINU… sjáið muninn á honum… á aðeins EINU ári – MYND

Reddit-notandinn Minnesotapolis birtir mynd af sér þegar hann var í meth-neyslu og mynd af sér núna, ári eftir að hann hætti að nota eiturlyfið. Margar milljónir manna eru búnar að skoða myndirnar og deila þeim áfram í von um að þær virki í forvarnarskyni.

Svona leit maðurinn út fyrir ári síðan þegar hann var í mikilli neyslu:

1451593950-2015-12-31-1527

 

Svo ef við setjum gömlu myndina við hliðina á nýrri mynd af manninum er munurinn sláandi:

gallery-1451594245-7jna1c9

“Það er ekki eins og ég hafi vaknað einn morguninn og hugsað: Já, ég ætla að nota meth og eyðileggja líf mitt. Þetta er sjúk og ljót þróun,” skrifar maðurinn við myndirnar.

“Ástæðan fyrir því að ég var með svona gisið hár í andlitinu var að ég borðaði aldrei þannig að líkamann skorti næringarefni til að láta hár vaxa.”

Maðurinn segist hafa ákveðið að leita sér hjálpar eftir að hann íhugaði sjálfsvíg.

“Ég var heimilislaus við og við síðustu fjögur ár. Ég komst líka í kast við lögin. Ég fékk loks nóg einn daginn og ætlaði að hoppa af Smith-brúnni í St. Paul. En lögreglan stöðvaði mig og settu mig á geðdeild.”

Hann bætir við að neyslan hafi haft slæm áhrif á fjölskylduna og vinina.

“Ég get ekki einu sinni lýst því hvað þetta særði fjölskyldu mína mikið. Ég missti næstum því alla vini mína en þeir eru að koma hægt og bítandi inn í líf mitt aftur.”