FréttanetiðHeilsa

Hann er með ASPERGER… og tók upp eineltið sem hann lendir í… með selfístöng – MYNDBAND

Ryan Wiggins er fjórtán ára drengur frá Hertfordshire í Bretlandi. Ryan er með asperger og þarf að þola mikið einelti daglega frá skólafélögum sínum. Kalla þeir hann til dæmis nörd og homma.

Ryan ákvað að gera eitthvað í vandamálinu og bjó til stuttmyndina Tomorrow. Hann tók myndina upp með selfístöng en í myndinni sést greinilega í hvaða hörmungum hann lendir á degi hverjum.

Í myndinni spyr hann sig til dæmis hvort hann verði einhvern tímann hamingjusamur en átakanlegasti búturinn er þó þegar hann fær skilaboð frá ónefndum aðila en í þeim stendur einfaldlega: Dreptu þig.

Vonandi horfa sem flestir á þetta myndband því einelti er ógeð.