FréttanetiðHeilsa

Hann er HUNDRAÐ ÁRA… og býður upp á 25 ráð… til að lifa lífinu án eftirsjár

Bandaríkjamaðurinn Andy Anderson er hundrað ára og hefur lifað tímana tvenna. Hann var kvæntur sömu konunni í 67 ár, eða allt þar til hún lést. Þau eignuðust tvö börn og ættleiddu einn son.

Andy fór aldrei í háskóla en vann sig upp í mikilvæga og vellaunaða stöðu hjá fyrirtækinu Safeway. Í samtali við vefritið Popsugar gefur hann komandi kynslóðum 25 ráð um hvernig á að fá það mesta út úr lífinu.

1. Hafið húmorinn alltaf í lagi

2. Ekki vera of góð/ur til að byrja á botninum

3. Hreyfðu þig á hverjum degi, jafnvel þó þig langi ekki til þess

4. Ekki eyða meiri pening en þú þénar

5. Drekktu appelsínusafa á hverjum degi

6. Ást við fyrstu sýn er ekki þjóðsaga 

7. Að vera í slæmri vinnu er betra en að vera ekki í vinnu

8. Borðaðu í kringum mygluna og ekki sóa mat

9. Fjölskyldan er það dýrmætasta sem þú eignast í lífinu

10. Borðaðu pylsur á hverjum degi – það virkaði fyrir mig

11. Lífið þitt er viðkvæmt og þú skemmist ef þú vanrækir sjálfa/n þig. Þetta er það sem ostur kenndi mér

12. Ekki vera hrædd/ur við að vera trú/r sjálfri/um þér

13. Allir eiga of mikið af fötum. Vertu í því sem þú átt og hættu að kaupa meira

14. Þú verður að geta fyrirgefið þó það sé erfitt

15. Sparaðu peninga núna og eyddu þeim seinna

16. Ást er ekki alltaf auðveld – stundum þarf að vinna í henni

17. Sjáðu spaugilegu hliðina á öllum aðstæðum

18. Ef þú mætir vandamáli ekki fresta því að leysa það. En þú verður að gleyma því ef þú getur ekki leyst það

19. Gerðu það sem þú elskar og ekki vera hrædd/ur við að eltast við draumana þína

20. Menntun er mikilvæg en ekki nauðsynleg. Lífið getur verið menntun í sjálfu sér

21. Skoðaðu heiminn og vertu forvitin/n

22. Ekki taka þig of alvarlega

23. Ég heiti fullu nafni William Bradford James Anderson og upphafsstafirnir mínir minna mig alltaf á að spyrja sjálfan mig: Af hverju að vera bara einhver?

24. Vertu skynsöm/samur. Hugsaðu um besta svarið í öllum aðstæðum. Þú ert í vondum málum ef þú ert ekki skynsöm/samur

25. Lífið er gjöf sem þú tekur utan af. Þú ræður hvort gjöfin leiði þig til hamingju eða volæðis. Þitt er valið