FréttanetiðFólk

Hann er brjálaður út í Coca Cola… og segir drykkinn EITUR fyrir börn

Ruðningsleikmaðurinn Tom Brady lét nokkur ófögur orð fjalla um ýmsar matvörur í viðtali við útvarpsstöðina WEEI. Fyrst byrjaði hann á morgunkorninu Frosted Flakes.

“Ég held að fullt af matarfyrirtækjum og fullt af drykkjarframleiðendum hafi logið að okkur í gegnum árin. En við trúum því samt. Það eru bara Bandaríkin,” sagði Tom. “Við trúum að Frosted Flakes séu matur. Auðvitað er bragðið gott. Og auðvitað græða fyrirtækinu mikinn pening að selja svona. Þau eiga nógan pening til að auglýsa. Það er menntunin sem við fáum. Við erum heilaþvegin til að trúa að allt þetta tilheyri eðlilegum matarhópum og að við eigum að borða þetta,” bætti hann við.

Hann er líka ekkert fyrir gosdrykkinn Coca Cola.

“Þú ferð örugglega út og drekkur Coca Cola og hugsar: Já, þetta er ekkert mál. Af hverju? Af því að þeir borga mikinn pening í auglýsingar svo þú haldir að þú eigir að drekka Coca Cola? Nei, ég er ósammála þessu. Mér finnst þetta vera fúsk. Og að þeir geti selt börnum þetta? Ég meina, þetta er eitur fyrir börn. En þeir halda bara áfram.”